Færsluflokkur: Bloggar
30.11.2009 | 20:44
Búin að fá nóg
Ég er gjörsamlega búin að fá nóg af þessari ríkisstjórn ! Ég sem fjárráða einstaklingur neita að vera þvinguð til að greiða ICESAVE. Ekki er hægt að gera mig ábyrga fyrir láni sem ég ekki vil og tók ekki.Bankinn var í einkaeigu þegar að Icesave varð til og þá er það þeirra sem áttu bankann áður enn að hann var tekin yfir af ríkinu sem eiga að borga.Það voru fyrrum eigendur sem frömdu glæpinn og rændu Breta og Hollendinga,ekki ég né nokkur annar venjulegur Íslendingur.Hvað varð um allan heiðarleikan sem Steingrímur og Jóhanna töluðu svo mikið um,Þau sitja nú ekki einu sinni á þingi til þess að hlusta á stjórnarandstöðunna,það virðist vera fyrir neðan þeirra virðingu.Hef góða samvisku hef ekki og mun aldrei kjósa þau.!
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2009 | 00:48
Sunnanfirðir
Það þarf fyrst að malbika vegina hérna á sunnanverðum Vestfjörðum og gera þá keyrsluhæfa og fara B-leið svo að við losnum við hálsana.Það er til háborina skammar hvernig við höfum verið látin bíða endalaust eftir keyrlsuhæfum vegum meðan aðrir landsmenn aka um á góðum og malbikuðum vegum,og malbikað er á suðurlandinu heim að hverjum sumarbústað.Dýrafjarðargöng geta komið seinna,við komumst hvort sem er ekki yfir Dynjandisheiði nema nokkra mánuði á ári.Við sem hér búum sækjum meira suður en norður til Ísafjarðar.Það var heflað fyrir okkur leiðin suður einu sinni í vor og einu sinni í haust,svona er nú ástandið hérna á sunnanverðum Vestfjörðum.
Heilsársvegur milli norður- og suðursvæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bára Margrét Pálsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar